Grein

20.5.2009

Siglingastofnun býður öllum landsmönnum á Listahátíð

Um miðjan maí opnaði Listahátíð í Reykjavík með pompi og prakt. Einn viðburður hátíðarinnar umfram aðra stendur Siglingastofnun nær, en það eru listsýningar í fjórum vitum hringinn í kringum landið. Vitana léði stofnunin af þessu tilefni og nefnist viðburðurinn “Brennið þið vitar”. Undirbúningur hefur staðið undanfarna mánuði en auk Listahátíðar og Siglingastofnunar var verkefnið unnið í góðu samstarfi við vitaverði í hverjum vita og menningarfulltrúa viðkomandi sveitarfélaga.

 

Vitarnir sem hýsa sýningar í sumar eru:

Bjargtangaviti – listamaðurinn Curver með sýninguna Sliceland – Vestustu pizzur Evrópu

Kópaskersviti – listamaðurinn Ásdís Sif Gunnarsdóttir með sýninguna Assan yrkir

Dalatangaviti – listamaðurinn Unnar Örn með sýninguna Staðarskálinn

Garðskagaviti – listamenn Gjörningaklúbbsins með sýninguna Vitaskuld, auðvitað!

 

Sýningin “Brennið þið vitar” verður opið daglega (nema mánudaga) út maímánuð kl. 14-18 og 1. júní – 2. ágúst fimmtudaga-sunnudaga kl. 14-18. Aðgangur er ókeypis. Hvetur Siglingastofnun alla þá sem verða á faraldsfæti um landið að nota tækifærið og njóta menningar í vitum.


Leit

Leit
Leturstærð
  • Minnka letur
  • Stækka letur
  • Breyta bakgrunnslit
Byggir á LiSA - Eskill, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi